Fær 3,6 milljónir frá ríkinu vegna frelsissviptingar í 103 daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 17:07 Maðurinn var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur. Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur.
Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira