Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Samkvæmt samkomulagi við upphaf þings eftir kosningar á stjórnarandstaðan þrjá formenn fastanefnda. Fjölmennasti flokkurinn fékk að velja fyrst í hvaða nefnd hann hefði formennsku. Miðflokkurinn vill nú taka upp samkomulagið og velja sér nefndarformannsstól. Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira