Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2019 11:51 Kafli Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, verður tvöfaldaður. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar og skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2020. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja. Því fylgir breikkun vegbrúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún. Einnig er innifalin gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hefðbundinna hljóðmana, hljóðveggja og mana með jarðvegshólfum, að því er fram kemur í útboðsauglýsingu. Þá eru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og veglýsing. Loks er innifalinn frágangur á landi og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Tilboðsfrestur rennur út þann 19. mars og verða tilboð opnuð samdægurs hjá Vegagerðinni.Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sem opnuð voru fyrir rúmu ári, voru undanfari tvöföldunar inn í Hafnarfjörð.Mynd/Vegagerðin.Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Tvöfalda á vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og bæta við nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Fjögur tilboð bárust og reyndust þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 112 milljónir króna. Lægsta boð átti Loftorka í Garðabæ; 128,8 milljónir króna, sem er 15% yfir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð kom frá PK verki í Kópavogi, upp á 133 milljónir króna. Breytingum í vegamótum skal vera lokið 15. júlí í sumar. Frágangi utan vega skal svo vera lokið 1. ágúst. Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar og skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2020. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja. Því fylgir breikkun vegbrúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún. Einnig er innifalin gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hefðbundinna hljóðmana, hljóðveggja og mana með jarðvegshólfum, að því er fram kemur í útboðsauglýsingu. Þá eru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og veglýsing. Loks er innifalinn frágangur á landi og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Tilboðsfrestur rennur út þann 19. mars og verða tilboð opnuð samdægurs hjá Vegagerðinni.Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sem opnuð voru fyrir rúmu ári, voru undanfari tvöföldunar inn í Hafnarfjörð.Mynd/Vegagerðin.Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Tvöfalda á vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og bæta við nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Fjögur tilboð bárust og reyndust þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 112 milljónir króna. Lægsta boð átti Loftorka í Garðabæ; 128,8 milljónir króna, sem er 15% yfir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð kom frá PK verki í Kópavogi, upp á 133 milljónir króna. Breytingum í vegamótum skal vera lokið 15. júlí í sumar. Frágangi utan vega skal svo vera lokið 1. ágúst.
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09