Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 20:00 Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“ Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“
Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira