Er ég tuddi á skólalóð? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. febrúar 2019 07:00 Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun