FH tók gullið á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 17:26 Guðbjörg Jóna vann til gullverðlauna i dag. vísir/getty Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti