Heyið dettur niður á fóðurganginn í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira