Trump frestar tollahækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 08:07 Donald Trump fundaði með varaforseta Kína, Liu He, í Hvíta húsinu á föstudag. Vísir/AFP Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44