Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 12:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í morgun og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00