Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 12:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í morgun og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00