Pósturinn hækkar verð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15