Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Ráðherra gaf út tvö bráðabirgðaleyfi í nóvember síðstliðnum, mánuði eftir lagasetninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARON Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira