„Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:44 Stuðningsmenn frumvarps um lögleiðingu þungunarrofs voru daufir í dálkinn þegar frumvarpinu var hafnað í argentínska þinginu í ágúst í fyrra. Getty/Gustavo Basso Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina. Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina.
Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“