Upplifði mjög hættulegar aðstæður þegar stórar þakplötur fuku við Melaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 10:23 Frá vettvangi í morgun. Myndin er tekin Melaskólamegin við NEshagann. Í bakgrunni má sjá íþróttahús Hagaskóla, með upplýstar rúður. Nokkrar þakplötur sjást liggjandi þar fyrir framan. Ragna Sara Jónsdóttir Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi. Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira