Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk. Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk.
Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent