Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:30 Það er oft handagangur í öskjunni þegar skipin liggja þétt saman við loðnuleit austur fyrir landi. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“ Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Öllu er nú til tjaldað við loðnuleit suðaustur af landi. Fimm skip eru við leitina, þar af tvö norsk og eitt grænlenskt. Ekki hefur nægilega mikið af loðnu fundist til að hægt sé að gefa út kvóta til veiða. Í janúar í fyrra höfðu veiðst um 68 þúsund tonn af loðnu. Heildarloðnukvótinn á þeirri vertíð var 285 þúsund tonn. Í venjulegu árferði fást um 20 milljarðar króna á loðnuvertíðinni og er loðnan því næstmikilvægasta nytjategund landsmanna á eftir þorsknum. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sigldi í gær yfir lóðningar sem gefa þó einhverja von um að hún finnist í nægilegu magni til að hægt sé að gefa út kvóta. „Við fundum loðnu og höfum heyrt af öðrum skipum sem hafa siglt yfir nokkuð stórar lóðningar. Nú er bara vonandi að hún finnist í nægilega miklu magni. Það er enn töluvert í það sýnist manni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ekki er nóg með að útgerðirnar verði af tekjum heldur eru einnig starfsmenn í landi sem missa spón úr aski sínum. Ekki er unnið dag og nótt eins og er á loðnuvertíð og bíða menn því nokkuð óþreyjufullir eftir að loðna finnist. „Það má segja að öllu sé tjaldað til. Staðan er sú að við erum með þrjú skip sem búið er að gera að rannsóknarskipum fyrir suðaustan, Árni Friðriksson er við loðnuleit auk Ásgríms Halldórssonar frá Höfn og Polar Amaroq frá Grænlandi. Við þetta eru nú að bætast tvö norsk skip sem voru að landa kolmunna á Austurlandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. „Skipin eru að vinna sig úr suðaustri og færa sig svo norður. Það skiptir miklu að finna loðnu og fá eins rétt mat á stöðunni og hægt er.“
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira