Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 09:57 Frá björgunaraðgerðum í nótt. Mynd/Rauði krossinn Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins. Noregur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins.
Noregur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent