Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira