Spurður um gagnaleka lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Boðað var til blaðamannafundar í desember 2017 vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu í Euromarketmáli. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00