Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2019 10:22 HiRise-myndavélin á Mars Reconnaissance Orbiter-brautarfarinu náði að staðsetja Opportunity í september. NASA Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52