Útgerðin „kaupir upp atvinnulífið“ en hefur ekki efni á að greiða veiðigjöld Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Þorsteinn furðar sig á tvískinnungi sem hann þykist greina í máli talsmanna útgerðarinnar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24
Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49