Þýskalandskanslari hættir á Facebook Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 22:28 Merkel ætlar að segja skilið við Fésbókina. Sascha Schuermann/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við. Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við.
Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30