Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira