Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Sylvía Hall skrifar 3. febrúar 2019 11:56 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30