Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2019 11:47 Ágúst Arnar Ágústsson, fyrrverandi forstöðumaður og stjórnarformaður Zuism. Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15