EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Sighvatur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 18:30 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var undirritaður árið 1992. Hann var staðfestur af þingi og forseta ári síðar og tók gildi 1. janúar 1994. Vísir/Úr safni Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“ Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira