43 leikmenn fengu meira borgað en Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Tom Brady vann Super Bowl í sjötta sinn. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður. NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður.
NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00
Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30
Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59
Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08
Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45