„Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:56 „Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.“ Ásta Sif Árnadóttir Hljómsveitarmeðlimir Hatara segja að markmið sitt með þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins 2019 sé að afhjúpa stjórnvöld í Ísrael. Í kvöld flutti hljómsveitin lagið sitt Hatrið mun sigra og tryggði sér sæti í úrslitum. „Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.“ Þetta sögðu þeir í viðtali hjá RÚV. Þeir segjast ætla að beita öllum brögðum til að framfylgja markmiðum sínum og hluti af því sé þaulæft tónlistaratriði, dúndrandi teknó og ádeilutexti. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara, segir að uppgangur popúlisma í Evrópu hafi orðið þeim innblástur. „Ég held að þátttakandi Íslands í samhengi þessarar keppni þurfi að gera sér grein fyrir glansmyndinni sem reynt er að draga upp. Við förum inn með skírt markmið, að afhjúpa þessa glansmynd.“ Ekki ríkir þó einhugur um leið hljómsveitarmeðlimanna að markmiðum sínum því ýmsir netverjar á Twitter gagnrýndu Hatara fyrir uppátækið. Sema Erla Serdar er ein af þeim. Hún sagði að með þátttökunni sé Hatari ekki að styðja Palestínu. „Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það.“#Hatari er ekki að styðja Palestínu með þátttöku sinni og gjörningum í #Eurovision. Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það! #12stig— Sema Erla (@semaerla) February 9, 2019 Þórunn Ólafsdóttir tók í sama streng og sagði að þeir sem kjósi Hatara séu ekki að styðja við Palestínu heldur Hatara. „Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu.“Að kjósa Hatara er ekki stuðningur við Palestínu - heldur stuðningur við Hatara. Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu #0stig— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 9, 2019 Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mennirnir á bak við Hatara Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni. 1. febrúar 2019 17:04 Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Iceland Music News er í eigu Svikamyllu ehf., fyrrum rekstraraðila Hatara. 16. janúar 2019 16:16 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Hljómsveitarmeðlimir Hatara segja að markmið sitt með þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins 2019 sé að afhjúpa stjórnvöld í Ísrael. Í kvöld flutti hljómsveitin lagið sitt Hatrið mun sigra og tryggði sér sæti í úrslitum. „Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.“ Þetta sögðu þeir í viðtali hjá RÚV. Þeir segjast ætla að beita öllum brögðum til að framfylgja markmiðum sínum og hluti af því sé þaulæft tónlistaratriði, dúndrandi teknó og ádeilutexti. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara, segir að uppgangur popúlisma í Evrópu hafi orðið þeim innblástur. „Ég held að þátttakandi Íslands í samhengi þessarar keppni þurfi að gera sér grein fyrir glansmyndinni sem reynt er að draga upp. Við förum inn með skírt markmið, að afhjúpa þessa glansmynd.“ Ekki ríkir þó einhugur um leið hljómsveitarmeðlimanna að markmiðum sínum því ýmsir netverjar á Twitter gagnrýndu Hatara fyrir uppátækið. Sema Erla Serdar er ein af þeim. Hún sagði að með þátttökunni sé Hatari ekki að styðja Palestínu. „Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það.“#Hatari er ekki að styðja Palestínu með þátttöku sinni og gjörningum í #Eurovision. Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það! #12stig— Sema Erla (@semaerla) February 9, 2019 Þórunn Ólafsdóttir tók í sama streng og sagði að þeir sem kjósi Hatara séu ekki að styðja við Palestínu heldur Hatara. „Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu.“Að kjósa Hatara er ekki stuðningur við Palestínu - heldur stuðningur við Hatara. Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu #0stig— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 9, 2019
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mennirnir á bak við Hatara Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni. 1. febrúar 2019 17:04 Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Iceland Music News er í eigu Svikamyllu ehf., fyrrum rekstraraðila Hatara. 16. janúar 2019 16:16 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Mennirnir á bak við Hatara Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni. 1. febrúar 2019 17:04
Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Iceland Music News er í eigu Svikamyllu ehf., fyrrum rekstraraðila Hatara. 16. janúar 2019 16:16
Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38
Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14