Guðrún Inga er hætt en segir að KSÍ sé ekki karlaklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Guðrún Inga Sívertsen. Mynd/S2 Sport Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa
Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira