Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 16:46 Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. Vísir/Vilhelm Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins. Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins.
Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08
Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45
Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55
Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24
Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25