Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Mörg hundruð ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á Íslandi ár hvert. Þær eru líka gerðar á börnum. Fréttablaðið/Getty Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira