Bitlaus sóknarleikur verður Chelsea enn og aftur að falli Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Maurizio Sarri lítur hér á úr sitt til að sjá hversu langan tíma lærisveinar hans höfðu til að breyta stöðunni um helgina. Þolinmæði er ekki eitthvað sem knattspyrnustjórar Chelsea hafa notið í gegnum tíðina og eru strax farnar að heyrast óánægjuraddir frá stuðningsmönnum Chelsea. Nordicphotos/getty Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn