Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. janúar 2019 06:15 Samkvæmt könnuninni finna læknar alls staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir miklu álagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira