Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 18:30 Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30