Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“ Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00