Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 10:05 Elísabet Englandsdrottning ræðir hér við Filipp prins. Vísir/Getty Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21