Gervigreind til bjargar tungumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2019 19:00 Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira