Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2019 08:45 Frá framkvæmdum í Osló. Bílainnkeyrsla niður í kjallara fyrir þinghúsbyggingarnar er hluti verksins. Mynd/Stortinget. Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu skrifstofubyggingar norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. Nýjustu fréttir eru þær að forstjóri Multiconsult var rekinn í þarsíðustu viku. Þetta sama fyrirtæki veitti Reykhólahreppi umdeilda ráðgjöf vegna leiðarvals Vestfjarðavegar. Stórþingið höfðaði í fyrra skaðabótamál gegn Multiconsult og krafði fyrirtækið um 1,8 milljarða íslenskra króna í bætur. Ráðamenn norska þingsins telja ráðgjafafyrirtækið bera höfuðábyrgð á því að upphaflegar kostnaðaráætlanir hafa reynst fjarri raunveruleikanum, en málið hefur verið eitt helsta hneykslismál norskra fjölmiðla undanfarin misseri. Stórþingið réð Muliconsult sem ráðgjafa við endurbætur á skrifstofuálmum við Prinsens gate 26. Ráðist var í framkvæmdirnar á grundvelli áætlunar Multiconsult upp á 15 milljarða íslenskra króna. Kostnaður hefur reynst ríflega tvöfalt meiri og stefnir nú í 32 milljarða íslenskra króna. Multiconsult hefur hafnað bótakröfunni en engu að síður boðist til að greiða Stórþinginu andvirði 125 milljóna íslenskra króna en málið er nú rekið fyrir norskum dómstólum. Málið hefur stórskaðað orðspor Multiconsult og hafa tekjur þess dregist verulega saman. Fyrr í mánuðinum ákvað stjórn fyrirtækisins að reka forstjórann, Christian Nørgaard Madsen, og var hann látinn taka pokann sinn samdægurs. Svona er stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar samkvæmt R-leið sýnd í skýrslu Multiconsult fyrir Reykhólahrepp.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps réð Multiconsult sem ráðgjafa í fyrravor eftir að Hagkaupsbræður buðu fram fimm milljóna króna styrk til að greiða kostnaðinn. Norska verkfræðistofan komst að þeirri niðurstöðu að svokölluð R-leið með brú yfir mynni Þorskafjarðar myndi kosta álíka mikið og Teigsskógarleiðin. Vegagerðin hafnaði kostnaðarmati Multiconsult og taldi R-leiðina fjórum milljörðum dýrari. Samtökin Landvernd átöldu Vegagerðina í fréttatilkynningu í gær fyrir að skoða ekki R-leiðina á grundvelli ráðgjafar Multiconsult. Noregur Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu skrifstofubyggingar norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. Nýjustu fréttir eru þær að forstjóri Multiconsult var rekinn í þarsíðustu viku. Þetta sama fyrirtæki veitti Reykhólahreppi umdeilda ráðgjöf vegna leiðarvals Vestfjarðavegar. Stórþingið höfðaði í fyrra skaðabótamál gegn Multiconsult og krafði fyrirtækið um 1,8 milljarða íslenskra króna í bætur. Ráðamenn norska þingsins telja ráðgjafafyrirtækið bera höfuðábyrgð á því að upphaflegar kostnaðaráætlanir hafa reynst fjarri raunveruleikanum, en málið hefur verið eitt helsta hneykslismál norskra fjölmiðla undanfarin misseri. Stórþingið réð Muliconsult sem ráðgjafa við endurbætur á skrifstofuálmum við Prinsens gate 26. Ráðist var í framkvæmdirnar á grundvelli áætlunar Multiconsult upp á 15 milljarða íslenskra króna. Kostnaður hefur reynst ríflega tvöfalt meiri og stefnir nú í 32 milljarða íslenskra króna. Multiconsult hefur hafnað bótakröfunni en engu að síður boðist til að greiða Stórþinginu andvirði 125 milljóna íslenskra króna en málið er nú rekið fyrir norskum dómstólum. Málið hefur stórskaðað orðspor Multiconsult og hafa tekjur þess dregist verulega saman. Fyrr í mánuðinum ákvað stjórn fyrirtækisins að reka forstjórann, Christian Nørgaard Madsen, og var hann látinn taka pokann sinn samdægurs. Svona er stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar samkvæmt R-leið sýnd í skýrslu Multiconsult fyrir Reykhólahrepp.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps réð Multiconsult sem ráðgjafa í fyrravor eftir að Hagkaupsbræður buðu fram fimm milljóna króna styrk til að greiða kostnaðinn. Norska verkfræðistofan komst að þeirri niðurstöðu að svokölluð R-leið með brú yfir mynni Þorskafjarðar myndi kosta álíka mikið og Teigsskógarleiðin. Vegagerðin hafnaði kostnaðarmati Multiconsult og taldi R-leiðina fjórum milljörðum dýrari. Samtökin Landvernd átöldu Vegagerðina í fréttatilkynningu í gær fyrir að skoða ekki R-leiðina á grundvelli ráðgjafar Multiconsult.
Noregur Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00