Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 10:24 Mikil aurleðja hefur flætt um svæðið. Bruno Correia/AP Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26