Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira