Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 18:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/ERNIR Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30