Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 08:00 Ríkisendurskoðun hefur stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið/ERNIR Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira