Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. janúar 2019 06:15 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir lagabreytingum vegna málsins 9. október. Þær voru samþykktar samdægurs. Fréttablaðið/Pjetur Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira