Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 09:05 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54