Húsnæði í snotrum sikileyskum smábæ til sölu fyrir slikk Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 23:33 Sambuca liggur í fallegum Sikileyskum hæðum. Skjáskot/ Google Maps Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á. Ítalía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á.
Ítalía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira