Fækkaði um 1.400 hjá VLFA Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:15 Frá samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur er fyrir miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
„Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira