Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2019 15:15 Flugeldar yfir Kópavogi. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu. Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu.
Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45
„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00