Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Ernir Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira