Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 23:00 Erfiðir dagar hjá Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47