Konur þurft að búa mánuðum saman í athvarfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:30 Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira